Samfélagsmiðlar

Brottfararfarþegar á KEF1

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

saf_adalfundur_2024-2

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi SU7

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

ITA-vél

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

boeing building

Dave Calhoun tók við sem forstjóri Boeing flugvélaframleiðandans undir lok árs 2019 þegar Dennis Muilenberg fékk sparkið í kjölfar þess að tvær 737 MAX-vélar fórust með 346 manns um borð. Calhoun var öllum hnútum kunnugur hjá Boeing enda verið stjórnarformaður fyrirtækisins um langt árabil. Nú fyrir stundu tilkynnti Boeing að Calhoun muni láta af störfum …

Margrethe Vestager

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti á mánudag að hún hefði hafið rannsóknir á bandarísku tæknirisunum Alphabet, móðurfélagi Google, Apple og Meta sem rekur Facebook og Instagram. Rannsóknin snýr að mögulegum brotum fyrirtækjanna þriggja á lögum ESB um hinn stafræna markað. Þessi lög tóku nýverið gildi en tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir yfirburði fárra netfyrirtækja, …

andrei-turca-pi-JGB1nJ1k-unsplash

Á páskadag, sunnudaginn 31. mars, verða þau tímamót í evrópska landamærasamstarfinu sem kennt er við bæinn Schengen í Lúxemborg að tvö Austur-Evrópuríki bætast við: Rúmenía og Búlgaría. Biðin hefur verið löng fyrir þessi tvö ríki sem hafa verið sett skör lægra en önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Þessi tvö fornu ríki á Balkanskaganum voru lengi í klóm …

Leapmotor

Tilkynnt var í haust um áform bílaframleiðslu-samsteypunnar Stellantis að kaupa fimmtungshlut í kínverska rafbílaframleiðandanum Leapmotor. Þetta var fjárfesting upp á 1,5 milljarða evra. Um leið var boðuð stofnun félagsins Leapmotor International í meirihlutaeigu Stellantis sem hefði einkarétt á útflutningi og sölu þessara rafbíla utan Kína. Við undirritun samstarfssamnings Stellantis og Leapmotor í október sl. - …

„Það sprakk allt út eftir að það birtist grein um okkur í New Scientist um daginn,“ segir Björn Þór Guðmundsson nýbakaður framkvæmdastjóri KMT, eða Krafla Magma Testbed.  KMT er ung sjálfseignarstofnun á sviði …

Póstlisti FF7

Skráðu þig til að fá fréttabréfið okkar